10 litlir hlauparar hlupu í hádeginu. Bæjarrúntur á dagskrá en strax við Valsheimili slitu Sæli og Dísa sig frá hópnum og fóru rólegt og rómantískt. Restin, 8 litlir hlauparar, hljóp sína leið. Engin afföll urðu meðal hlaupara, ólíkt sögunni um 10 litla, og allir voru voða glaðir þegar þeir skiluðu sér til baka að höfuðstöðvunum.
Desember Powderarde hlaupið var í gærkvöldi og lá forvígismaður þess, Dagur, undir miklu ámæli meðal samhlaupara fyrir lélega dreifingu á konfektkössum til þeirra félagsmanna klúbbsins sem höfðu fyrir því að mæta (uppskeran var 0 kassi!). Degi var all brugðið við þessa atlögu og hvæsti að næst yrðu engir konfektkassar í boði í desemberhlaupi Powderade, og hananú!
1 ummæli:
Svo var líka of dimmt og of margir....
SBN
Skrifa ummæli