Ágætis mæting í dag nú er líða fer að jólum, alls 9 stykki. 8 stykki fóru út að skógrækt, með smá viðkomu í K_obbavogi, enda Glamúrinn með í för. Á leiðinni til baka var fyrsti armur Kolkrabbans tekinn (rólega enda voru sumir á gæðaæfingu í går) og síðan hlaupið utan í og með hlíðum Öskjuhlíðar. Alls 7.5 km.
Eina stykkið sem ekki fór með út að skógrækt, þ.e. fór Cher, var formaður vor. Sögðu illar tungur að hann hefði hlaupið út undan sér í fússi eftir meintar deilur í búningsherberginu rétt fyrir æfingu. Undirritaður hefur litla trú á sögu þessari og telur líklegast að hér hafi einungis verið um hárbeitt grín af hálfu formanns vors að ræða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli