miðvikudagur, janúar 16, 2013

Hádegisæfing 16. 1

Mættir:
í baðklefa-Johnny, ekki fer frekari sögum af hans afdrifum.
Hinir vóru-Guðni, Dagur, Huld og Sigrún. Hópurinn var fullkomlega stíliseraður, drengirnir í bláum mittisjökkum við sokkabuxurnar og stúlkurnar í bleiku einkennisjökkunum við sínar. Fórum skemmtilega vesturbæjarleið með óhefðbundnu sniði í blíðskaparveðri. Mikill og einbeittur áhugi samferðamanna hefur beinst að hlaupaprógrammi Síams fyrir Boston og spurningum virðist ekki ætla að linna hvað það varðar. Tvíburarnir eru hinsvegar pollrólegir og skeytingarlausir hvað prógrammið áhrærir.  Einnig virðist furðu sæta að þær báðar, komnar að fótum fram úr elli og hrumleika, skyldu hafa komist inn í þetta stórmerkilega hlaup á eigin forsendum en ekki með sérleyfisbréfum og mútugreiðslum undir borðið.  Því til glöggvunar fylgir tafla um tímatakmarkanir sem gilda fyrir 2013, ef einhverjir vilja stefna þangað.  Síðan ef það gengur ekki má alltaf athuga með kynskipti.  Mér skilst að svoleiðis sé á tilboði núna á hópkaup.is, en hvað veit ég?
Kveðja góð,
SBN- fulltrúi ritara í fjarveru hans.


Boston Marathon
Qualifying Standards

(effective for 2013 race)
AgeMenWomen
18–343hrs 5min3 hrs 35min
35–393hrs 10min3 hrs 40min
40–443hrs 15min3 hrs 45min
45–493hrs 25min3 hrs 55min
50–543hrs 30min4 hrs 0min
55–593hrs 40min4 hrs 10min
60–643hrs 55min4 hrs 25min
65–694hrs 10min4 hrs 40min
70–744hrs 25min4 hrs 55min
75–794hrs 40min5 hrs 10min
80+4hrs 55min5 hrs 25min

Engin ummæli: