fimmtudagur, janúar 17, 2013

Hádegisæfing 17. 1

Hvernig tengist
R = \frac {4 \cdot \pi \cdot r^3}{3} \!lífi manns? Jú, það tengist því á þann hátt að ef viðkomandi er kúlulaga getur verið gott að vita rúmmál kúlunnar. Eða ekki. Kannski er hægt að reikna út eitthvað skemmtilegt um þessa kúlu.  Segi svona bara....

En allavega voru of margir mættir í dag eða: Jón Örn, sem er á eigin vegum í einhverju allsherjar leyniprógrammi.  Held að það tengist stóra bílnúmeramálinu, hafnfirska.  Hinir sem mættu voru: Guðni, Dagur, Ívar, Jói, Huld og undirrituð.  Ákveðið var að fara í spretti, 4*1000m sem mun vera ágætis byrjun.  Á heimleið sást til nýjasta meðlims klúbbsins, Sigríðar Sólar, á hlaupum á austurleið.  Á morgun er svo von á nýjum meðlimi og verður spennandi að sjá hver það verður, en það vita einungis bleikstökkur. 
Allt í lagi þá, blezzzzzzzzzzzz.......
SBN- aka fulltrúinn

Engin ummæli: