föstudagur, janúar 18, 2013

Hádegisæfing 18. 1

Mikið fjölmenni var á æfingu dagsins, í blíðskaparveðri.
Mættir voru: Dagur, Jón Örn, Ívar, Sigurgeir, Sigrún Erlends frá Staff, sem einnig er skráður meðlimur klúbbsins, nýliðarnir og flugfreyjurnar Jóhanna Dögg Pétursdóttir og Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir.  Vonumst við til að sjá allar þessar ofuskutlur aftur, og aftur og aftur...
Fórum tiltölulega hefðbundinn föstudagshring og enduðum á HL, eftir milli 7-8km hlaup. Nokkur mál vóru á dagskrá og voru þau leidd farsællega til lykta og megi helgin verða öllum ánægjuleg.
Góðar stundir,
SBN fh. hóps

Limra dagsins: (til gamans)

Svo lést hann Leópold kjaftur
og lofaði að ganga ekki aftur
en svo gekk hann aftur
og aftur-og aftur
og aftur-og aftur-og aftur.
 
 Gísli Rúnar Jónsson

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Munum svo að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :o)

Kv. Sigurgeir