Mættir: Formaður, gjaldkeri, flugmaður (Jói) og þjálfi. Ársæll á undan okkur hinum út, á kvennafari eins og venjulega. Formaður fór stutt um Suðurgötu en við hinir um Hofs. Þegar við komum til móts við Nauthól þá tók á móti okkur myndavél og fréttamaður frá Stöð 2. Þau tóku af okkur myndir (afturendinn á okkur sýndur á Prime Time í fréttum kvöldsins) og síðan var beðið um álit hversdagshetjanna á hundum og eigendum þeirra, sér í lagi hundaskítnum sem ku vera mikið vandamál á stígum borgarinnar. Við komum okkur saman um að þjálfi myndi svara fyrir hópinn, enda hann eini hlutlausi aðilinn, við hinir verandi hundaeigendur. Í stuttu máli sagt, þá kom þetta ekkert sérstaklega vel út fyrir okkur hundaeigendur.
Sjá fréttina hér.
Alls 7-8,6km.
Gjaldkeri.
1 ummæli:
Svakalega voru þetta spengilegir menn og mikill sómi fyrir klúbbinn að hafa þá í sínum röðum :) formi
Skrifa ummæli