"Hey, lady...you dropped something"...."What"?..".Yes, my heart"!
Það er gaman frá því að segja að skemmtilegum uppákomum Síamssystra eru hvorki landamæri né takmörk sett. Töluverð skemmtun var fólgin í löngu æfingu helgarinnar sem fór fram í miðgarði í Nýju Jórvík í -7°C. Ekki hafði það teljandi neikvæð áhrif, heldur var alsælan áþreifanleg, upphrópanir heimamanna merkjanlegar og lengdarmælingar hagstæðar. Teknir voru ríflega tveir hringir í garðinum á yndislegu leiksviði ólíkra hlaupara, hvar samstæða í klæðaburði og háttum var minna augljós en hjá Síamssystrum. Eftir hlaup var snætt á Le Pain Quotidien í faðmi broddborgara og þaðan hlaupið um Manhattan í pakkaleit, m.m. Sérstaklega ber að geta þess að áhrif súrefnisskortsins frá fluginu kvöldið áður voru í sögulegu hámarki, á jákvæðan hátt. Á meðan á hlaupi stóð og á eftir fór fram forkeppni í ljótumyndakeppninni og gildir þá sú eina regla að vera hvað ljótastur og brosa ekki því ekki valdi maður þetta sjálfur! (nema að hluta til) :-0
Alls 24k
+nokkrir viðbótarkílómetrar í sendlahlaupi á UPS gjaldskrá.
Alls 100% Hunt´s
Bestu kveðjur,
S og H
1 ummæli:
Þið eruð náttúrulega bara æðislegar.
Kv. Bjútí
Skrifa ummæli