mánudagur, mars 25, 2013

Tískuhorn BB


Þegar vetri er tekið að halla og vorið er smám saman að taka yfir er nauðsynlegt að endurvekja tískuhorn Bjögga Bjútís, eða Bjögga Broncos, ef menn vilja það heldur.  Sá sem verðugastur er til sýningarstarfanna var að sjálfsögðu eðalhlauparinn og nýliði hópsins, Þórólfur Þórsson, sem nýverið tók til starfa hjá grúppunni.  Mætti hann til æfinga í dag í fyrirmyndarklæðnaði til æfinga, fullkomlega stíliseraður með litapallettu sem hæfir vori.  Punkturinn yfir i-ið var svo límónugræna bakstykkið sem passaði áreynslulaust við hýrlegar skóreimarnar. Jafnvel hanskarnir stungu ekki í stúf við faglega samsett litavalið. Svona einstaklingar eru til fyrirmyndar fyrir ímynd hópsins og ber sérstaklega að hlúa að ímyndarsköpun og framtíðar fyrirsætustörfum, vilji menn festa sig í sessi sem stefnumarkandi á slíkum vettvangi.  Mörgum sögum fer af hlaupagetu pilts og óþarfi er að fjölyrða um það hér.  Verkin eru látin tala, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Búast má við að annríki verði á umboðsskrifstofu pilts næstu daga en umboðsaðili hans er Huld Konráðsdóttir, myndasmiður.  Textahöfundur biðst hinsvegar forláts á framhleypni sinni við ritstörfin en ekki var unnt að bíða með þessa frétt. :)
SBN

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þórólfur lúkkar flott!

Það er ekki úr vegi að rifja upp fyrri pistla um klæðaburð félagsmanna.

http://fiskokk.blogspot.com/2008/05/tskuhorn-bjgga-bjt.html

http://fiskokk.blogspot.com/2010/02/tiskuhorn-bjogga-bjuti.html


DE