mánudagur, mars 25, 2013
Þekktu félagsmanninn
Vegna fjölda áskorana er hér gerð tilraun til að endurvekja þennan skemmtilega getraunaþátt. Hann gengur út á það að grafa upp gamla mynd af félags-manni/mönnum og leyfa öðrum að giska á af hverjum myndin er. Allar myndir eru vel þegnar, sér í lagi gamlar og torkennilegar.
Á þessari mynd, sem fulltrúa ritara áskotnaðist óvænt í dag, getur að líta tvo félagsmenn. Þriðji aðilinn er ekki félagsmaður en þó nátengdur öðrum félagsmannanna. Hér nægir að nefna eiginnöfn félagsmannanna. Greinilegt er á myndinni að mikil gleði er ríkjandi.
Kveðja,
SBN
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
SBN og ÓB klárt mál, hafa ekkert elst.
Skrifa ummæli