þriðjudagur, mars 26, 2013

Hádegisæfing 26. mars

Margt var í gangi í dag, jarðhræringar og ýmislegt fleira.  Mættir á pinnan: Ársæll sem vildi einveru, Ívar sem vildi fara stutt, Dagur, Guðni og Huld ásamt undirritaðri, sem vildu fara langt.  Allt fyrir mennina. Fórum Háskólaleiðina vestur í bæ og Seltjarnarnesið sunnanvert.  Sögð var sagan af Gunnlaugi ormstungu og niðjum hans, við einhvern fögnuð.  Erfitt er samt að setja sig í spor sagnapersónunnar enda ekki á allra færi að gera slíkt.  Mikil veðurblíða og vor í lofti gáfu von um góða hlaupatíð framundan.
Alls um 10k
Kveðja-SBN

Engin ummæli: