Í dag var hlaupið til heiðurs BB, sem varð 39 ára í dag, einmitt á afmæli sínu. Ótrúlegt en satt. Hann fékk hádegisleyfi frá Belgjagerðinni og skokkaði tindilfættur með okkur niður í bæ um æskuslóðir sínar í Töfluholti, Pilluholti, Lyfjabrunni...Nei, Meðal(a)holti, hvar hann sleit barnsskóm sínum að hluta til. Það hús virtist nú í eyði. Síðan var haldið niður í bæ um Rauðarárstíg og Laugaveg og um Austurvöll og Hljómskálagarð. Meðfylgjandi mynd er tekin þar hjá honum Jónasi okkar. Hlupum síðan heim á hótel og göntuðumst við afmælisbarnið og fleiri.
Toppmæting í blíðunni:
Þórdís, Huld (myndasmiður), Ívar, Jón Örn, Guðni, Dagur, Oddgeir, Sigrún og Björgvin sjálfur.
Alls um 8km
Góða helgi, ;)
SBN
Engin ummæli:
Skrifa ummæli