laugardagur, apríl 20, 2013

Föstudagur 19. apríl - Saga af móður og systur

Six pack mætti í dag, þó ekki nákvæmlega sama six pack og mætti á þrusuæfinguna sl. miðvikudag.  Six pack-ið í dag samanstóð s.s. af Huld, Siggu Bí, Úle von Pung, Johnnie Lemon, Bjögga Bronco og Oddi nýliða.

Veður var ekki eins og búið var að lofa en menn og konur létu það engin áhrif hafa á sig.  Menn héldu sig þó að mestu í og við Öskjuhlíðaskóg.  Menn héldu nokkuð jöfnum dampi (hraða) á æfingunni.  Einn hlauparanna gat þó ómögulega haldið í við hina og dróst því nokkuð fljótt aftur úr.  Deildar meiningar voru um það meðal hinna hvort ástæða væri til að bíða eftir honum eða ekki og fór í því sambandi að bera á umræðu um einelti, Stefán Karl og Regnbogabörn.  Að lokum hitti hópurinn hin meinta einelta inni í skógi og kom þá upp úr dúrnum að hinn meinti einelti varð dauðfeginn þegar hann sá hina hverfa úr augsýn.

Þá var komið að sögustund, sögustundar er vísar til fyrirsagnar þessa pistils, þ.e.a.s. sagan af móður og systur.  Sagan er eitthvað á þessa leið (giv or teik):  Síamssystur voru einhversstaðar sem fyrr á mannfagnaði.  Svífur þá á þær ævarforn aðdáandi annarar þeirra (aðdáandi Siggu Bí).  Upphefst nú töluverð reikistefna sem endar eitthvað á þá lund að aðdáandinn spyr, eftir að hafa virt Huld fyrir sér í þónokkra stund: "Er þetta dóttir þín, Sigrún?".

Ritarinn

Engin ummæli: