Dræm mæting í dag, alls fjórir aðilar, þar af þrír á tíma (Huld, Sigrún og Oddur nýliði) og eitt þjófstart (Alsæll).
Ástæða dræmrar mætingar kom í ljós við lok æfingar þegar þeir sem hlupu sáu aðra meðlimi klúbbsins streyma úr Þingsölum með vömbina úttroðna af samlokum og mæjónes út á kinnar. Fremstur í flokki fór Úle von Pung sem ljómaði allur þar sem hann hélt á stafla af haganlega skornum rækjusamlokum sem hann tók með sér í nesti úr Þingsölum. Hann, ásamt fleirum, hafði sem sagt verið á framboðskynningu stjórnmálaflokka sem þessa dagana berjast um hylli kjósenda. Liður í því er væntanlega boð um vel útilátnar veitingar. Er hugsanlegt að hér eigi við sígild mantra frjálshyggjumanna: "There is no such thing as a free lunch"? Hver veit?
Alls 7 km hjá þremenningunum, en ekki fékkst upp úr Alsælum hve langt hann fór.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli