Það voru sex naglar (six pack) sem mættu í dag: Dagur ðe tormentor, Guðni Muse, Johnnie Lemon, Anders fra Svergie, Úle fra Island og Oddur (nýliðinn).
Það að Johnnie Lemon skyldi mæta í dag dugði Degi til að blása í herlúðra hörkunnar. Ekki skemmdi heldur fyrir að Anders fra Svergie mætti einnig en hann dvelur um þessar mundir hér á landi við æfingar, enda maðurinn á leið í Stokkhólmsmaraþonið 1. júní nk. Gæðaæfingin fólst í rösku hlaupi út á Seltjarnarnes, tempóhringi (rúmlega 1700m) á Nesinu og svo rösku hlaupi til baka.
Rétt rúmir 10 km og ánægðir naglar í lok æfingar.
Ritarinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli