þriðjudagur, maí 28, 2013

Þriðjudagur 28. maí - Rock on

Mætt í dag voru Sigrún, Oddgeir, Úle, Bjöggi Bronco og Jón 2G.

Annar dagurinn í röð sem Jón 2G mætir.  Drengurinn er greinilega að komast í feiknaform þrátt fyrir óheilbrigt líferni um síðustu helgi sem snillingurinn Tom Cruise.

Bjöggi Bronco er líka allur að koma til þó hann þurfi enn sem komið er að styðja sig við hvíldarbekkinn þegar á Ægisíðuna er komið.  Fyrir þá sem ekki vita þá á Bjöggi sér fortíð úr solla rokkheimsins.  Hyggur hann á endurkomu í þeim efnum því gamla hljómsveitin hans er búin að bóka tónleika á sjómannadaginn.  Hljómsveitin sem um ræðir er Austurland að Glettingi og gerði hún það gott á síðasta áratug síðustu aldar.  Hér að neðan er hlekkur þar sem heyra má hljóðdæmi af tveim hitturum þeirrar ágætu sveitar.  Lögin eru Stúlkan við ströndina og Alein við tvö.

Austurland að Glettingi....Rock on!!!


Tríóið Austurland að Glettingi á góðri stund ásamt aðdáendum

Engin ummæli: