Mætt í dag voru Cargo-bræðurnir þeir Sigurgeir og Bertel (Wheelie hvergi sjáanlegur frekar en fyrri daginn), Dagur, Síams og Oddur nýliði.
Rangsælis hringur um flugvöllinn. Farið um Suðurgötu í þetta sinn. Sigurgeir, Dagur og Oddur lengdu í og tóku Perrann. Markmið þeirra var síðan að ná Bertel og Síams við dælustöð. En viti menn. Síamssystur gerðu sér lítið fyrir, juku skyndilega ferðina, skildu Bertel eftir í reyk, og rústuðu markmiði drengjanna. Þeir þurftu því að endurskoða markmið sitt og var ákveðið að ná þeim eigi síðar en við Kafara. Tókst það tókst en þeir máttu hafa all verulega fyrir því.
Vegalengdir í dag frá ca. 7,5 til 8,0 km.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli