Það voru sex karlmenn og ein kona sem mættu í dag.
Dagur, Sigurgeir, Úl-inn, Jón 2G og Oddur lögðu glaðir og sjálfsmeðvitaðir af stað rangsælis flugvöllinn. Reyndar mölduðu Kópavogsbúarnir eitthvað í móinn í upphafi hlaups þegar talað var um að taka aðeins á því í dag. Slíkt rjátlaði þó fljótt af þeim, enda sjaldan hlustað á menn með slíka tilburði. Á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu skildu leiðir eins og svo oft áður. Úl-inn og 2G beygðu inn á Hofsvallagötu en Dagur, Sigurgeir og Oddur héldu áfram Hringbrautina og beygðu svo inn á Kaplaskjólsveginn. Dagsskipun Dags til Sigurgeirs og Odds var að taka svokallaða fartleggi. Fartleggirnir urðu þónokkrir. Á einum af seinustu fartleggjunum stundi Sigurgeir: "Er ég sá eini hérna sem anda...það heyrist ekkert í ykkur!!". Drengirnir söfnuðustu svo saman við Kafara og hlupu áfram glaðir og sjálfsmeðvitaðir til höfuðstöðva.
Anna Dís og Ársæll höfðu lagt fyrr af stað og sögðust ætla sex. Síðar kom svo í ljós að þau höfðu í reynd farið um Hofsvallagötu þannig að sex varð að allt annari tölu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli