laugardagur, ágúst 10, 2013

Æfingarplan fyrir viku 33

Það eru nokkrir í hópnum að hefja undirbúning fyrir 1/2 maraþon (haustmaraþon félags maraþonhlaupara) sem fer fram 26. okt n.k. Einnig eru tveir drengir að æfa sig fyrir maraþonveislu sem hefst í Rvk. maraþoninu og tekur einmitt enda í HM 26. okt.

Eftir umræður gærdagsins á æfingu var ákveðið að setja vikuplan á síðuna fyrir þá sem hafa áhuga á að fara 1/2 maraþon.

Vika 33 lítur svona út:
Mánudagur: 7-9 km á rólegu pace
Þriðjudagur: Upphitun - 7x400m sprettir á 5 km pace - niðurskokk
Miðvikudagur: 7-9 km á rólegu pace
Fimmtudagur: 45 mín tempó. Upphitun -10 km pace - niðurskokk
Föstudagur: 7-9 km á rólegu pace. Hér er stefnt á að hafa fyrsta Lemon hlaupið.
Laugardagur: Langt hlaup, 90 mín.
Sunnudagur: Hvíld

Fyrir áhugasama þá er æfingaráætlunin hér: http://www.halhigdon.com/training/51133/Half-Marathon-Advanced-Training-Program

Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir á æfingar kl. 12:08 hvort sem þeir hafa áhuga að fylgja þessu plani eða fara sínar eigin leiðir.

Sjáumst hress og kát kl. 12:08 á mánudaginn :o)

Kveðja,
Sigurgeir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mæti amk í Lemon hlaupið.

GI

Nafnlaus sagði...

Flott plan Sigurgeir. Væri gaman að hafa þig líka með í þessu!

Kv, FÞÁ

Nafnlaus sagði...

Lemon hlaupið frestast um allavega viku þar sem Hr. Lemon kemst ekki þessa viku!