fimmtudagur, ágúst 22, 2013

Hádegisæfing 22. ágúst

Mættir: Dagur og Cargo Kings.

Æfing dagsins var 30 mín tempó sem allir tóku með bros á vör, fórum Hofs.

Það virðist ætla vera erfitt að halda öllum saman á æfingu. Núna þegar Fjölnir er kominn í leitinar þá erum við búin að týna öðrum í staðin! Heyrst hefur að Guðni sé ástfanginn af nýja mötuneytinu og getur ekki hætt að borða!

Oddur er týndur!



Oddur er mjög rólegur og hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu vikur. Hann er ekki mög hlýðinn þar sem hann var geltandi stanslaust síðast þegar hann mætti á tempó æfingu og svo sást í skottið á honum á rólegri æfingu á föstudeginum. Líklega varð hann viðskila við eiganda sinn í miðbænum og vonumst við til að hann sláist aftur í hópinn á morgun þegar það verður farið í miðbæinn.

Kveðja,
Sigurgeir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

SBN hefur ekkert verið að auglýsa eftir honum