Oddur mætti í dag og hljóp um bæinn í hópi fagurra símassystra. Nokkru áður hafði Ívar læðst af stað, hann ætlaði greinilega að láta lítið fyrir sér fara (það sást samt til hans). Götur og stígar miðbæjar þræddir af kostgæfni og m.a. hlaupið fram hjá hópi útlendinga sem hvöttu okkur áfram og sögðust komnir hingað til að hlaupa í RM á morgun. Alls 8K í dag.
Valli víðförli virðist hafa miklar áhyggjur af fjarveru Odds, enda skiljanlegt. Af Oddi er það að frétta að hann er búinn að vera mjög upptekinn upp á síðkastið þar sem hann þarf að vinna fyrir kargóið. Verður svo áfram næstu daga en svo mun vonandi rofa eitthvað til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli