"Nú fer að styttast í það að ég leggi af
stað að hjóla hringinn. Fer af stað þriðjudaginn 27. ágúst og kem heim á
afmælisdaginn minn 4. september en þá næ ég virðulegum aldri og verð fimmtugur. Í
beinu framhaldi af hjólinu mun ég hlaupa „klemmann“ en hann er 23,5 km frá
heimili mínu og er hlaupið til Sandgerðis og út í Garð og þaðan aftur heim.
Þetta allt er til styrktar Blóðlækningadeild LSH. Er þetta ekki góð æfing fyrir
okkar ágæta skokkhóp til að koma og taka þátt?"
Hvað segja félagsmenn um að mæta á Reykjanesið á fimmtugsafmæli Klemenz og hlaupa "Klemmann" eða hluta hans og styrkja um leið gott málefni? Nánari upplýsingar um "Klemmann" verða birtar er nær dregur 4. september.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli