Það urðu fagnaðarfundir hjá þeim köppum Valla víðförla og Oddi er þeir mættu loks báðir í hádegishlaup í dag. Með þeim í för voru hinir rómuðu síamskettir. Ívar sást á vappi fyrir utan hótelið með íþróttapokann sinn en virtist ekki alveg viss um hvað hann vildi gera, talaði loks um að hann myndi æfa í einrúmi í dag.
Farinn var réttsælis hringum um flugvöllinn via Hofsvallagötu. Á þriðja kílómeter, við dælustöðina, rakst hópurinn á Bjögga Bronco og Þórdísi, en þau höfðu lagt fyrr af stað. Þar norpuðu þau og virtust við fyrstu sýn vera í reykingapásu. Svo reyndist ekki vera heldur voru þau að teygja af öllum lífs og sálarkröftum. Menn köstuðu kveðju á landann og straujuðu svo burt.
Alls 8,6K hjá þeim sem lengst fóru.
3 ummæli:
Þetta er alveg rétt við vorum að reykja :-(
NOOOOOT.
Annars þetta myndband minnir um margt á samræður Dags og Guðna á hlaupunum :-)
http://www.youtube.com/watch?v=-QYPkOjHXP0
Kv. Bronco
Skil þig vel, þetta eru sérlega gáfulegar samræður. Þú ættir að gera meira af því að taka þátt í þeim.
GI
Já það væri gaman að taka þátt í þeim, bumban á mér er bara svo stór ennþá (vex alltaf á sumrin eins og blómin)að ef ég reyni að hlaupa með ykkur get ég ekki talað. Það vonandi kemur að því innan tíðar að ég get skottast þetta með ykkr og jafnvel haft eitthvað gáfulegt innlegg í samræðurnar, þó það sé reyndar mjög ólíklegt.
Kv. Bronco
Skrifa ummæli