miðvikudagur, ágúst 28, 2013

Hádegisæfing miðvikudaginn 28. ágúst - Marathonman lætur á sér kræla

Honum var vel tekið á sinni fyrstu æfingu eftir RM-ið sl. laugardag.  Já við erum að tala um hann gode gamle Úle.  Hann mætti þrælsprækur, pinnstífur og til í tuskið.  Engum sögum fer hins vegar af hlaupafélaga hans, Degi, sem einnig hljóp heilt maraþon í RM.  Talið er líklegt að hann sé ekki eins vel á sig kominn eftir hlaupið og Úle og þurfi meiri hvíld áður en hann reimar aftur á sig hlaupaskóna.

Auk Úle Marathonman mættu: GI (búinn að hvíla eftir RM), báðir Síams, Valli (tekur léttu æfingarnar) og Oddur.  Rangsælis flugvallarhringur um Hofs hjá strákunum en Síams fóru um Suðurgötu.  8,6K hjá þeim sem fóru lengst.

Þegar menn voru að týnast af svæðinu eftir æfingu dúkkaði Matti Sveinbjörns allt í einu upp.  Enginn veit hvaðan hann kom en hann var í hlaupafatnaði, í hlaupaskóm, sveittur og glaður sem hlýtur að þýða að hann var að hlaupa.  Er hann hér með beðinn um að gefa sig fram við aðra hlaupara við upphaf æfinga svo hægt sé að fylgjast betur með honum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt er að minnast á yfirlýsingu Sigurgeirs um að ætla að hlaupa undir 1:30 í haustmaraþoni FM nú í október.

GI

Nafnlaus sagði...

Ég hef verið að stunda aðrar íþróttagreinar þessa vikuna sem ég hef trassað vegna undirbúnings fyrir RM. Mun mæta aftur innan tíðar.

Kveðja,
Dagur

Nafnlaus sagði...

Þarna þekki ég Geira CK. Hann flýgur undir 1:30 m.v. hvernig hann leit út á æfingunni í dag. Kallinn er í frábæru formi!

Ánægjulegt að frétta af Degi. Vonum að hann klári afstemmingar fljótt og fari að mæta.

fþá CK

Nafnlaus sagði...

Takk Guðni...þetta var í trúnó :o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Fer ekki lengra.
GI