þriðjudagur, ágúst 27, 2013

Klemenz lagður af stað hringinn í kringum landið


Klemenz Sæmundsson, félagi í Skokkklúbbi Icelandair, lagði í dag af stað í hringferð um landið á hjóli. Hann hyggst ljúka hringferðinni rétt um viku síðar eða miðvikudaginn 4. september, en þann dag verður kappinn fimmtugur. Strax í framhaldi af hringferðinni ætlar Klemenz svo að hlaupa "Klemmann" svokallaðan en hann liggur frá Reykjanesbæ um Sandgerði, Garð og aftur í Reykjanesbæ. Hann býður alla þá sem vilja hlaupa, hjóla eða ganga með honum þennan síðasta hluta ferðarinnar velkomna (hvort sem er öll vegalengdin eða hluti hennar). Með þrekraun þessari hyggst Klemenz safna áheitum til styrktar Blóðlækningadeild LSH.

Nánari upplýsingar um ferð Klemenzar og þátttöku í "Klemmanum" má finna hér á hlaup.is Einnig er hægt að fylgjast með ferðum hans á facebook hér. Stjórn Skokkklúbbs Icelandair hvetur félagsmenn til að fjölmenna í Reykjanesbæ seinnipartinn 4. september og samfagna Klemenz í "Klemmanum" hvort sem er hlaupandi, hjólandi eða gangandi og styrkja um leið gott málefni.

Engin ummæli: