miðvikudagur, september 18, 2013

Hádegisæfing 18. sept.

Ég þori ekki að skrifa neitt, ég mátti ekki vera á æfingunni.  Við GI skiptum dögunum á milli okkar en ég mætti óvart tvo daga í röð. Hinir voru Huld, Dagur, GI og B.Bjútí.  Síðan gat maður ekkert hlaupið eftir að maður frétti hverjir voru gestakokkar í starfsmannamötuneytinu í dag; CK.  Hjálp!  Þetta er náttúrulega fín afsökun fyrir þá sem nenna engu að þykjast vera að elda.
Frábært veður var í dag og fengum við Huld ávítur fyrir að vera í vitlausum buxum, þ.e. síðum.  Þetta mun aldrei gerast aftur og er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. 
Með vísan til fyrri umræðna hlaupahópsins eru til meðferðarúrræði fyrir þá sem vilja hætta að hlaupa:

1. Fá vinnu við vetrarraðhlaupsseríu Poweradehlaupsins.
2. Þykjast vera að elda í einhverju mötuneyti.
3. Láta vísa sér af æfingu fyrir rangan klæðaburð.
4. Gerast sendiherrafrú í útlöndum.
5. Trúa að maður geti hætt með hverri einustu frumu líkamans, ekki bara halda að maður geti það.

Ýmsir möguleikar eru greinilega í stöðunni sem áður voru ekki sýnilegir.

Æfingin í dag var skv. plani (sjá æfingaáætlun) en GI og Dagur tóku smá auka sprett til að sýna sig aðeins fyrir okkur.  Þeir kunna þetta strákarnir okkar.
Ókei, bæ.
SBN
Mynd úr tilraunaeldhúsi höfuðstöðvanna

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til að leiðrétta þann misskilning sem er í gangi þá voru CK ekki gestakokkar. Það var Bertel Ólafsson sem vinnur í fraktinni og er meðlimur FISKOKK. Hann stóð sig eins og hetja og dettur okkur CK ekki í hug að taka kredit fyrir hans eldamennsku :o)

Kv. CK

Nafnlaus sagði...

Nei, auðvitað. CK elda ekki, kunna ekki á svoleiðis.
:-0
Ég

Nafnlaus sagði...

CK láta elda fyrir sig :o)

Kv. CK