föstudagur, september 06, 2013

Hádegisæfing föstudaginn 6. sept - Ætlar þú að nota þetta vatn?

Mætt í dag: Dagur, Óskar, GI, Sigrún (núna í hlaupafötum), Valli og Oddur.  Músin sem var í aðalhlutverki á æfingunni í gær var hvergi sjáanleg.  Það fréttist víst af henni í kantínunni að gæða sér á steikarsamloku og bernaise.

Æfingin í boði GI sem þræddi miðbæ Reykjavíkur og sýndi meðhlaupurum sínum staði sem hann fór með gamlar kærustur á í den, þ.á.m. Hólavallakirkjugarð (hvað var í gangi þar?).  Endaði í alls 8K.

Í lok æfingar risu upp deilur meðal manna hvort menn hafi gefið nóg í æfinguna.  Dagur og Oddur viðurkenndu að þeir hefðu "skalað" æfinguna.  Það fannst Valla alger firra og sagðist aldrei "skala"sínar æfingar.  Annaðhvort færi hann "all in" í þær eða lullaði bara (lullaði s.s. í dag).

Þá er komið að því að skýra út fyrirsögn æfingarinnar.  Spurningin heyrðist í karlasturtunni eftir æfingu gærdagsins.  Bjöggi sem var nýbúinn að endurræsa vatnið í sinni sturtu, steig um stundarsakir úr sturtunni og var ekki alveg ljóst hvort hann hyggðist fara aftur undir vatnið eða ekki.  Þá kemur Dagur aðvífandi á leið til sturtu, staðnæmist hjá Bjögga og spyr: "ætlar þú að nota þetta vatn?".

Engin ummæli: