þriðjudagur, september 10, 2013

Hádegisæfing þriðjudaginn 10. sept - Hvert fóru allir?

Eftir fína mætingu síðustu daga var heldur fámennara yfir að líta, enda veður ekki gott.  Þó létu Fjölnir og Oddur það ekki slá sig út af laginu og tóku sína gæðaæfingu með vindinn og regnið í fangið.  Öfugur flugvallarhringur um Hofsvallagötu.  6x400m sprettir hófust á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og lauk við N/S braut flugvallarins.  Alls tæpir 9K í dag.

Í dag var komið að Sigrúnu að leysa Huld af og bíða við höfuðstöðvarnar og kasta kveðju á landann er hann lauk æfingu sinni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það þarf bara einhvern til þess að skrá niður mætingu félagsmanna, það er bara svo einfalt.
Kveðja,
SBN

Nafnlaus sagði...

Af hverju tóku þið bara 6 spretti þegar það átti að taka 8 skv. plani?

Kv. SMH

Nafnlaus sagði...

CK taldi þetta vera fjöldann sem ætti að taka en þar sem hann hafði ekki fengið uppfærðar upplýsingar frá hinum CK urðu þessi leiðu mistök :-( Gerist vonandi aldrei aftur.