fimmtudagur, september 26, 2013

Hádegisæfing - TEMPÓ

Mættir: Matthías, Huld, Inga, Dagur, Óli og Sigurgeir

Óli var eitthvað tímabundinn og var mættur kl. 11:08. Við hittum hann á fyrsta km hjá okkur en þá var hann að klára á fljúgandi siglingu og hafði engan tíma til að tala við okkur.

Aðrir tóku æfingu dagsins sem var 50 min tempó. Það er ekki hægt að segja annað en að allir stóðu sig eins og hetjur. ALLIR fóru Meistaravelli og það var engin að skala þessa æfingu :o)

Kveðja,
Sigurgeir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Síðast sást til Fjölnis 16:12 útá pinna, skeiðaði léttum fótum í átt að Öskjuhlíðinni - kannski var hann að fara að leita að kettinum!

Nafnlaus sagði...

Já það passar. Tók tempó eftir vinnu samviskusamlega eins og lög gera ráð fyrir.

fþá

Nafnlaus sagði...

Fjölnir, viltu ekki æfa með hinum?

Oddur.