Loks komu upp þær aðstæður að hægt var að knýja fram alvöru æfingu. Settir voru fram valkostir (les. afarkostir) þ.e. 6x800 eða tempó. Fyrri kosturinn varð ofan á og í æfingunni tóku þátt Dagur, Fjölnir, Ívar og Huld. Leystu allir verkefnið með sóma og hlupu á sama hraða og Dagur hljóp 37. kílómetrann í gegnum bjórstöðvarnar í Einhverframaraþoninu. Það var nb hraðasti kílómetrinn.
Auk áðurnefndra sást til Óla og Sveinbjörns.
Að leiðarlokum var stóra hlaupahanskamálið leyst farsællega, þökk sé FC og hans hirð.
Kveðja góð,
Huld
Engin ummæli:
Skrifa ummæli