miðvikudagur, október 23, 2013

Miðvikudagur 23. okt - Lokaundirbúningur í gangi fyrir FM-hlaupið

Mætt í undirbúning fyrir næstu helgi, þegar FM-hlaupið svokallaða fer fram, voru: Einhverfu bræðurnir Dagur og Úle, síamssystur, Sigurgeir og Oddur.  Þá mætti Jói einnig í nýrri gerð af hlaupaskóm.

Vegalengdir í boði í FM-hlaupinu verða 1/2 maraþon og heilt maraþon.

Af einhverfu bræðrunum er það að frétta að þeir eru í lokaundirbúningi sínum fyrir þriðja maraþonið á skömmum tíma, á meðan Sigurgeir og Oddur eru að gera sig klára fyrir 1/2 maraþon.  Huld er ennþá volg fyrir 1/2 en Sigrún segir pass.

Æfingaprógram einhverfu bræðranna virðist nokkuð sérstakt því á dagskránni í dag, 3 dögum fyrir maraþonhlaup, var ærlegt tempó.  Alls hlupu þeir 10 km.  Restin hljóp styttra og mun hægar, alls 8,5 km.

Engin ummæli: