föstudagur, október 25, 2013

Hver er meðlimurinn?

Nýlega voru tveir meðlimir skokkklúbbsins í staddir í bænum Fuengirola á Spáni.  Var þar dvalið í góðu yfirlæti í íbúð starfsmannafélags Icelandair.  Við lestur gestabókarinnar hnutu menn um nöfn annarra félagsmanna sem hafa verið duglegir að nýta sér íbúðina, enda íbúðin fín og bærinn huggulegur.

Kvöld eitt þegar umræddir meðlimir skokkklúbbsins sátu að snæðingi á ágætum veitingastað í bænum var þeim litið inn í eldhúsið.  Þeim til mikillar furðu sáu þau einn meðlima klúbbsins ljóslifandi í kokkabúningi, reiðandi fram girnilegar kræsingar af mikilli innlifun.  Náuðst nokkrar myndir af okkar manni við iðju sína.  Að vísu eru þær ekki í bestu gæðum en verða að duga.

Og nú er spurt:  Hver er meðlimurinn?  Tilgátur óskast sendar í "Comment-a-kerfið".  Önnur spurning:  Hvað er hann eiginlega að gera þarna?  Tilgátur óskast einnig sendar í  "Comment-a-kerfið".






Engin ummæli: