Kvöld eitt þegar umræddir meðlimir skokkklúbbsins sátu að snæðingi á ágætum veitingastað í bænum var þeim litið inn í eldhúsið. Þeim til mikillar furðu sáu þau einn meðlima klúbbsins ljóslifandi í kokkabúningi, reiðandi fram girnilegar kræsingar af mikilli innlifun. Náuðst nokkrar myndir af okkar manni við iðju sína. Að vísu eru þær ekki í bestu gæðum en verða að duga.
Og nú er spurt: Hver er meðlimurinn? Tilgátur óskast sendar í "Comment-a-kerfið". Önnur spurning: Hvað er hann eiginlega að gera þarna? Tilgátur óskast einnig sendar í "Comment-a-kerfið".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli