föstudagur, október 04, 2013

Föstudagur 4. okt - Skógurinn

Mætt:  Dagur, ÞórdísO, 1 síamssystir, Oddur, Úle og Íbbi.

Menn og konur leituðu í Öskjuhlíðarskóginn í dag, enda norðangarri og fremur svalt í veðri.  Dagur leiddi hópinn um skóginn enda maðurinn öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum.  Svo fór að lokum að einhverjir heltust úr lestinni, hvort sem það var af völdum hafvillu eða uppgjafar.

Af kargókóngum er það helst að frétta að annar þeirra sást laumast að krásum Hamborgarafabrikkunnar á meðan á æfingu stóð en hinn ók hring eftir hring á bílastæði aðalstöðvanna á sama tíma.

Engin ummæli: