Menn og konur urðu að rísa árla úr rekkju á laugardasmorgun
þar sem hlaupið var ræst klukkan 10.
Voru fæstir Madrídarbúar komnir á stjá um það leyti. Hlaupið var í San Blas garðinum í austurhluta
borgarinnar. Brautin í garðinum var 1,2
km að lengd og hlupu konur 4 hringi, alls 4,8 km, og karlar 7 hringi, alls 8,4
km. Ræst var í karla- og kvennaflokki á
sama tíma. Okkar fólk reyndi sitt
ítrasta en átti við ofurefli að etja að þessu sinni í formi klónaðra
þríþrautargyðja frá Austrian (konur) og sólbrúnna hráskinkuhnakka frá Iberia
(karlar). Fór svo að kvenna- og karlalið
Icelandair lentu bæði í 2. sæti í liðakeppninni.
Liðaúrslit:Konur:
1)
Austrian
2)
Icelandair
3)
Sameinað úrvalslið SAS, Iberia og Austrian
Karlar:
1)
Iberia
2)
Icelandair
3)
SAS
4)
Lufthansa (DNQ)
Að málsverði og verðlaunaafhendingu lokinni hélt hópurinn á
vit ævintýranna í miðborg Madrídar.
Heimför á sunnudegi gekk síðan vel ef frá er talin nokkur bið í flugvélinni
eftir lendingu í KEF þar sem ekki var hægt að koma landgangi að vegna slæms
veðurs.Hér að neðan fylgja nokkrar myndir úr ferðinni.
Liðsmynd með hinum goðsagnakennda Paco
Verðlaunaafhending kvenna
Verðlaunaafhending karla
Bragðað á lystisemdum Madrídar
Báðir með dælulykilinn. Þjónar eru óþarfir á svona stað!
2 ummæli:
Frábær árangur hjá ykkur :)
kv.
Formi
Glæsilegt! Flott dæla!
fþá
Skrifa ummæli