mánudagur, nóvember 11, 2013

ASCA í Madrid - Ferðasaga og myndir

Eins og við var að búast var það föngulegur hópur sem hélt af stað í ASCA ferð sl. föstudagsmorgun.  Flogið var til Madrídar í gegnum London og gekk það ferðalag að mestu áfallalaust fyrir sig.  Að vísu misstu nokkrir liðsmenn af vélinni sinni milli London og Madrídar vegna grunsamlegra hluta sem fundust við gegnumlýsingu á farangri þeirra við öryggisleit í London.  Til að fyrirbyggja allan misskilning þá fundust engin ólögleg fæðubótarefni í farangri okkar fólks, enda málið allt einn stór misskilningur!

Menn og konur urðu að rísa árla úr rekkju á laugardasmorgun þar sem hlaupið var ræst klukkan 10.  Voru fæstir Madrídarbúar komnir á stjá um það leyti.  Hlaupið var í San Blas garðinum í austurhluta borgarinnar.  Brautin í garðinum var 1,2 km að lengd og hlupu konur 4 hringi, alls 4,8 km, og karlar 7 hringi, alls 8,4 km.  Ræst var í karla- og kvennaflokki á sama tíma.  Okkar fólk reyndi sitt ítrasta en átti við ofurefli að etja að þessu sinni í formi klónaðra þríþrautargyðja frá Austrian (konur) og sólbrúnna hráskinkuhnakka frá Iberia (karlar).  Fór svo að kvenna- og karlalið Icelandair lentu bæði í 2. sæti í liðakeppninni.
Liðaúrslit:

Konur:
1)      Austrian
2)      Icelandair
3)      Sameinað úrvalslið SAS, Iberia og Austrian
Karlar:
1)      Iberia
2)      Icelandair
3)      SAS
4)      Lufthansa (DNQ)
Að málsverði og verðlaunaafhendingu lokinni hélt hópurinn á vit ævintýranna í miðborg Madrídar.  Heimför á sunnudegi gekk síðan vel ef frá er talin nokkur bið í flugvélinni eftir lendingu í KEF þar sem ekki var hægt að koma landgangi að vegna slæms veðurs.

Hér að neðan fylgja nokkrar myndir úr ferðinni.
 

Liðsmynd með hinum goðsagnakennda Paco

 
 
Verðlaunaafhending kvenna
 
 
 
Verðlaunaafhending karla
 
 

Bragðað á lystisemdum Madrídar

 
 
Báðir með dælulykilinn.  Þjónar eru óþarfir á svona stað!
 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær árangur hjá ykkur :)
kv.
Formi

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt! Flott dæla!

fþá