Já, Þrjú á palli mættu í dag við góðar undirtektir. Flugvallarhringur þar sem Dagur og Oddgeir vildu ólmir ná 10 km og það á góðu tempói. Huld var líka í stuði og bauðst til að vera hérinn. Óli stjórnarmaður kom síðan askvaðandi úr gagnstæðri átt á móti hópnum við Skerjafjörðinn. Ekki sást meira til hans eftir það.
Planki tekinn í lokin, sem Huld rústaði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli