Alls mættu fjórir allsgáðir hlauparar í dag.
Ársæll var undanfari, athugaði færið. Dagur, Huld og Oddgeir fylgdu í kjölsogi hans. Flugvallarhringur annaðhvort um Hofsvallagötu eða Meistaravelli.
Að hlaupi loknu var komið að plankastrekkjaranum. Er nokkuð ljóst að klúbburinn á upprennandi heimsmeistara í plankastrekki í honum Ársæli. Þvílík frammistaða!
Talandi um plankastrekkjara......smellið hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli