Aðalfundurinn
Það er óhætt
að segja að nokkurrar hrútalyktar hafi gætt í Þingsal 9 þegar aðalfundur
Skokkklúbbs Icelandair fór fram sl. laugardag.
Aðalfundarstörf hófust um klukkan 1230. Alls mættu 7 manns, allt hrútar,
á fundinn og taldist hann því löglegur.
Gerð var tillaga um að Ársæll yrði skipaður fundarstjóri og var það
samþykkt einróma. Að því loknu hófust
hefðbundin aðalfundarstörf og brá ritari stjórnar sér um stundarsakir í líki fráfarandi
formanns er hann flutti skýrslu formanns.
Að því loknu fór gjaldkeri stjórnar yfir ársreikninginn. Fjárhagsstaða klúbbsins telst vel viðunandi
um þessar mundir, enda mikillar ráðdeildar og útstjórnarsemi gætt í
hvívetna. Næsta mál á dagskrá var kjör
stjórnar. Tveir af þremur stjórnarmönnum
buðu sig fram til áframhaldandi starfa.
Því var ljóst að kjósa þyrfti um einn nýjan stjórnarmann. Að lokum fór svo að Óli var kjörinn í stjórn
skokkklúbbsins.
Þá var komið
að lagabreytingum. Gjaldkeri stjórnar
hugðist leggja fram róttækar lagabreytingar.
Eftir töluverða umræðu, m.a. um núverandi lög klúbbsins, sem að margra
mati eru ófullnægjandi, féllst hann á að draga breytingatillögu sína til baka. Það gerði hann í trausti þess að ný stjórn
fari í gagngera endurskoðun á núverandi lögum klúbbsins með það að markmiði að
gera þau hnitmiðaðri, en á sama tíma einfaldari, en nú er. Þá gerði einn fundarmanna sig líklegan til
þess að bera fram enn róttækari tillögu en gjaldkerinn. Við nánari athugun kom í ljós að sú tillaga
var ekki talin fullnægja lágmarkskröfu um framsetningu lagabreytinga og taldi
fundarstjóri því eðlilegra að hún ætti heima undir liðnum önnur mál. Féllst viðkomandi fundarmaður á þá
röksemdafærslu.
Undir liðnum
önnur mál var ýmislegt rætt en þó var þungamiðjan í umræðunni tilgangur og
markmið skokkklúbbsins og vissar áhyggjur af lítilli nýliðun.
Aðalfundi
lauk um klukkan 1415.
Árshátíðin
Það var tuttugu manna hópur sem mætti á árshátíðina um kvöldið. Fór hún fram í sal STAFF í Síðumúla. Gerðu menn sér þar glatt kvöld, brögðuðu á góðum mat, drukku mjöð og hlýddu á félagsmenn segja frá afrekum á árinu sem er að líða. Þá voru dansatriðin af dýrari gerðinni. T.d. sáust ítrekuð skrens eftir dansgólfinu undir taktfastri tónlist Billy Idols og skrykkdans/snúningar á bakinu (með tilheyrandi svima og árekstrum á innréttingar staðarins þegar dansarinn stóð upp). Þá má ekki gleyma þætti DJ Ívars sem grúfði sig yfir plötuspilarann á sama tíma og hann sinnti hlutverki barþjóns. Eftirpartí fór svo fram í hverfi broddborgara Reykjavíkur.
Árshátíðin
Það var tuttugu manna hópur sem mætti á árshátíðina um kvöldið. Fór hún fram í sal STAFF í Síðumúla. Gerðu menn sér þar glatt kvöld, brögðuðu á góðum mat, drukku mjöð og hlýddu á félagsmenn segja frá afrekum á árinu sem er að líða. Þá voru dansatriðin af dýrari gerðinni. T.d. sáust ítrekuð skrens eftir dansgólfinu undir taktfastri tónlist Billy Idols og skrykkdans/snúningar á bakinu (með tilheyrandi svima og árekstrum á innréttingar staðarins þegar dansarinn stóð upp). Þá má ekki gleyma þætti DJ Ívars sem grúfði sig yfir plötuspilarann á sama tíma og hann sinnti hlutverki barþjóns. Eftirpartí fór svo fram í hverfi broddborgara Reykjavíkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli