Mætt í dag: Sigrún og Huld (síamssystur), Sigurgeir, Oddgeir og Sæli (sem fór á undan og sást ekki meir).
Bæjarrúntur. Við Klambratún birtist Dagur skyndilega úr ormagöngum og bættist í hópinn. Tíðindalaust uns menn nálguðust Hljómskálagarðinn. Þá kom "Jónas" yfir karlpeninginn, þ.e. löngun til að spretta hringinn við Hljómskálagarð sem endar við styttuna á Jónasi Hallgrímssyni. Kvenfólkið horfði á aðfarirnar. Létt skokk að höfuðstöðvum að "Jónasi" loknum. Rúmlega 8 km. Plankinn tekinn í lokinn. Huld reyndist öflugust að þessu sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli