Mætt í dag voru Síamskettirnir tveir, maraþonbræður, Oddur og nýr félagsmaður, Arnar Benjamín Ingólfsson. Réttsælis hringur um flugvöllinn þar sem karlar lengdu aðeins í, fóru um Kaplaskjól í stað Hofsvallagötu. Kvenþjóðin fór um Hofsvallagötu. All mikið fart á karlpeningi á seinni stigum æfingar, þar sem Dagur færðist allur í aukana er hann áttaði sig á því að nýji félagsmaðurinn væri eldri en tvívetra í hlaupunum.
Karlar tæplega 10 km. Konur aðeins minna.
1 ummæli:
http://www.youtube.com/watch?v=FdcJVuylmsM
Skrifa ummæli