mánudagur, desember 09, 2013

Mánudagur 9. des - Spólvörn óskast

Já, það veitti ekki af spólvörn á fótabúnaðinn í dag er galvaskir drengir héldu til hlaupa í hálkunni.  Fyrst fór Sæli, alsæll með að hafa verið treyst fyrir því að slökkva ljósin og loka hurðunum á Listasafninu aðfaranótt laugardagsins, svo gaman var hjá honum á bollunni.  Því næst fóru þeir bakkabræður Dagur og Oddgeir, ásamt Jóa sem var í göngugír.  Lang síðast fóru síðan Ívar og Fjölnir, en þeir tóku upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að taka fyrst "lunch á þetta" áður en þeir fóru að hlaupa.

Vegalengdir frá 6 km til 9 km.

Planki að hætti atvinnumanna var tekinn í lokin og sá enginn annar en JB Run um að allt færi eftir settum reglum.

Engin ummæli: