mánudagur, desember 30, 2013

Síðasta æfing ársins!

Mættir: Ársæll, Anna Dís, Óli Formaður, Dagur og Sigurgeir

Ársæll og Anna Dís létu vindinn ekkert hræða sig og fóru Suðurgötu á meðan restin flúði Kára og fóru skógræktina.

Það var farið yfir markmið ársins og næsta árs. Sumir náðu sínum markmiðum á meðan það vantaði aðeins upp á hjá öðrum að ná sínum markmiðum. Allir voru með markmið 2014 klár sem innihalda m.a. maraþonhlaup, 10 km og 1/2 maraþon. Sumir ætla að ná tímamarkmiðum á meðan aðrir eru meira að reyna ná ákveðnum fjölda hlaupa o.s.frv.

Fyrir ykkur sem eruð í vandræðum með að setja ykkur markmið fyrir 2014, þá eru hérna nokkur atriðið sem er gott að hafa í huga þegar þið ákveðið ykkar markmið.

Við höfum öll í okkur hæfileika til að ná árangir, við þurfum einfaldlega að læra að virkja hann. Það er staðreynd að ef við lærum að nýta okkur þennan hæfileika, þá getum við notið velgengni bæði í starfi og einkalífi frekar skjótt. Hér er einfaldar leiðbeiningar sem hjálpa þér.
Hvernig á að setja sér markmið og ná fullkomnum árangari í starfi og einkalífi.

1. Vertu einlægur og heiðarlegur við sjálfan þig. Skoðaðu heiðarlega hvar þú ert staddur, hvert þú ert að stefna og hver þú vilt verða.

2. Hafðu skilning á markmiðum þínum. Þeir sem ná markmiðum sínum í starfi og einkalífi, hafa skilning á þeim markmiðum sem þeir vilja ná og hvað er nauðsynlegt að gera og framkæma til að ná þeim.

3. Þú verður að öðlast hugrekki til að takast á við það sem þú óttast. Ef þú vilt færast yfir á næsta áfanga til að ná markmiðum þínum, þá verður þú að vinna stöðugt í því að yfirvinna það sem þú óttast að gera. Láttu ekkert standa í veginum fyrir þér.

4. Deildu velgengni þinni. Þegar þú nærð markmiði, áttu ekki að njóta þess í sjálfelsku. Margt fólk getur notið hluta af velgengninni, -- kannski ekki alltaf í beinu sambandi, t.d. fjárhagsleg velgengni er ekki átt við að þú eigir að gefa peningana til annara, þú getur deilt með öðrum reynslu eða með einhverjum hætt látið aðra njóta.

5. Byggðu upp eldmóð. Þegar þú ert fullur af eldmóð og ákafur, þá ertu stöðugt að vinna í markmiðum þínum. Þegar hindranir verða í veginum, þá notar þú eldmóðinn og ákafann til þess að yfirvinna þær. Sigraðu þessar hindranir, farðu í kringum þær, undir þær, í gegnum þær eða gerðu það sem er nauðsynlegt til að koma þér áfram í að ná markmiði þínu.

6. Vertu í jafnvægi. Það er nauðsynlegt að vera í góðu jafnvægi til að njóta velgengni. Þegar þú tekur ákvörðun um að framkvæma eitthvað, fylgdu því eftir. Það skapar jafnvægi.

7. Upplifðu velíðanartilfinningu velgengninnar. Þegar þú nærð markmiði, þá getur þú sagt, „ég nýt velgengni og ég er ánægður.“ Það þarf ekki að þýða að þú ætlir að láta staðar numið og að nú sé nóg komið, heldur getur þú sagt, „ Ég gerði þetta og ég er ánægður með niðurstöðurnar. Nú get ég haldið áfram með önnur markmið og nýtt mér það sem ég lærði til að ná enn betri árangri.


Kv. Sigurgeir

Engin ummæli: