Dularfullur maður
í svartri hettuúlpu sást á vappi við Hótel Loftleiðir í hádeginu í dag. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta
var JB sjálfur – Der König - í könnunarleiðangri. Nú vill svo til að undirritaður er félagi í
JB Run og þar sem Oddur aðalritari FI Skokk var sá þriðji sem myndaði skokkhóp dagsins
var ljóst að JB Run var í meirihluta. Samkomulag náðist um að hlaupa
Hofsvallahringinn. Tveir blástakkar og svört hettuúlpa hlupu af stað út bílaplanið og hurfu fyrir hornið á skrifstofubyggingunni - út í veður og vind.
ÓB.
2 ummæli:
JB Run voru auk þess einu sæti frá stigi í flokki 16-29 ára í síðasta Powerade.
Greinilega mikill meðbyr hjá JB Run þessa dagana!
JB Run? Er það ekki bresk verslunarkeðja sem selur íþróttavarning?
Skrifa ummæli