Mættir: Dagur, Ívar, Sveinbjörn og CK (báðir).
Þegar allir voru klárir í klefanum sáum við Sveinbjörn á stuttbuxum og bol, enda ekki kallaður Chuck-arinn fyrir ekki neitt! Reyndar kom svo í ljós að hann ætlaði að skokka inni á brettinu...
Restin fór kött-inn þar sem var ákveðið að hugsa málið fram að bakarí og sjá hvernig stemmarinn væri í hópnum. Það er greinilegt að allir voru hungraðir í gæðaæfingu. Endum á gæðaæfingu þar sem allir fóru 3 hörkuspretti.
Núna verða gæðaæfingar á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir þá sem hafa áhuga á því. Einnig er planið að fara taka langar æfingar á laugardögum.
Það kom upp umræða um heimasíðu klúbbsins og hvort það væri ekki komin tími á að fara með hana yfir á Facebook. Allir voru sammála því að það væri komin tími á það og nú setjum við pressu á stjórnina að fara í það mál, þrátt fyrir að 2 af 3 í stjórn eru ekki á Facebook!
Kv. Geiri CK
Engin ummæli:
Skrifa ummæli