Átta félagar Skokkklúbbsins létu óveður ekki á sig fá og mættu á jólaæfinguna sl. fimmtudag. Létt skokk í Öskjuhlíðinni og síðan haldið á vit ævintýranna í kirkjugarðinum. Hlaupinn hringur sem stundum hefur verið farinn á æfingum. Hratt upp brekku og rólegt á milli og þetta endurtekið nokkrum sinnum. Rólegt skokk í Öskjuhlíðinni á eftir. Það kom í ljós að veður var með allra besta móti í Öskjuhlíðinni og í kirkjugarðinum. Á eftir var spjallað yfir góðum veigum.
Minni á Gamlárshlaup ÍR á gamlársdag, 10 km hlaup sem gaman er að enda árið á. Nánari upplýsingar á Hlaupasíðunni.
Stjórn Skokkklúbbsins óskar félögum sínum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonar að næsta ár verði þeim gott hlaupaár.
laugardagur, desember 23, 2006
föstudagur, desember 15, 2006
Jólaæfing 21. desember kl.17:15
Jólaæfing Skokkklúbbs Icelandair verður haldin fimmtudaginn 21. desember kl.17:15. Hist verður við Hótel Loftleiðir (búningsaðstaða við sundlaugina) og hlaupinn stuttur hringur við allra hæfi. Á eftir verður slakað á í heita pottinum í sundlauginni og síðan býður Skokkklúbburinn félögum upp á hressingu.
fimmtudagur, desember 14, 2006
Stjórnarfundur 5. desember 2006
Mættir: Dagur, Anna Dís, Huld
Stjórnin skipti með sér verkum, Dagur formaður, Guðni framkvæmdastjóri ASCA og Icelandair hlaups, Anna Dís gjaldkeri og Huld ritari.
Félagsgjöld fyrir 2006 hafa ekki verið innheimt, ákveðið var að sleppa því, en jafnframt að innheimta félagsgjöld 2007 strax í janúar.
Dagur tekur að sér að koma félagaskrá á meðfærilegra form og uppfæra eftir bestu vitund. Jafnframt þarf að yfirfara póstlista í Lotus Notes.
Jólaæfingin verður 21. desember kl. 17:15 frá HLL.
Huld sendir út tilkynningu varðandi jólaæfinguna í vikunni fyrir ásamt því að benda á bloggsíðu klúbbsins, en áherslan í samskiptum við félagsmenn verður framvegis í gegnum bloggsíðuna og mun mikilvægi fréttabréfsins þannig minnka. Ekki gert ráð fyrir að fréttabréf verði sent út nema mikið liggi við og þá alltaf bent á bloggið varðandi frekari upplýsingar.
Æfingar í vetur, Dagur talar við Dr. Sigurbjörn að vera okkur innanhandar varðandi þjálfun í vetur. Þar sem hann er búsettur erlendis yrði um bloggþjálfun að ræða.
Stjórnin skipti með sér verkum, Dagur formaður, Guðni framkvæmdastjóri ASCA og Icelandair hlaups, Anna Dís gjaldkeri og Huld ritari.
Félagsgjöld fyrir 2006 hafa ekki verið innheimt, ákveðið var að sleppa því, en jafnframt að innheimta félagsgjöld 2007 strax í janúar.
Dagur tekur að sér að koma félagaskrá á meðfærilegra form og uppfæra eftir bestu vitund. Jafnframt þarf að yfirfara póstlista í Lotus Notes.
Jólaæfingin verður 21. desember kl. 17:15 frá HLL.
Huld sendir út tilkynningu varðandi jólaæfinguna í vikunni fyrir ásamt því að benda á bloggsíðu klúbbsins, en áherslan í samskiptum við félagsmenn verður framvegis í gegnum bloggsíðuna og mun mikilvægi fréttabréfsins þannig minnka. Ekki gert ráð fyrir að fréttabréf verði sent út nema mikið liggi við og þá alltaf bent á bloggið varðandi frekari upplýsingar.
Æfingar í vetur, Dagur talar við Dr. Sigurbjörn að vera okkur innanhandar varðandi þjálfun í vetur. Þar sem hann er búsettur erlendis yrði um bloggþjálfun að ræða.
laugardagur, desember 09, 2006
Lög og markmið Icelandair Athletics Club
Lög og markmið klúbbsins tóku nokkrum breytingum á síðasta aðalfundi. Veigamesta breytingin var varðandi tilgang og markmið klúbbsins. Reynt verður að höfða til breiðari hóps en áður og er ætlunin að auka fjölbreytnina í starfsemi klúbbsins. Ný lög klúbbsins eru eftirfarandi:
Lög og markmið Icelandair Athletics Club
Tilgangur
Tilgangur klúbbsins er að vera vettvangur fyrir þá félaga í STAFF sem hafa ánægju af allri hreyfingu til heilsubótar.
Markmið
Markmið klúbbsins er að veita félagsmönnum sínum fjölbreytt tækifæri og félagsskap til að stunda hreyfingu.
Lög félagsins
1. Klúbburinn heitir Icelandair Athletics Club, starfar undir merkjum STAFF og er opinn öllum félagsmönnum STAFF.
2. Aðalfundur kýs stjórn klúbbsins til eins árs í senn. Í stjórn sitja fjórir félagsmenn. Stjórnin skiptir með sér verkum og skipar formann.
3. Félagsmenn greiða árgjald til að standa undir rekstrarkostnaði klúbbsins. Stjórnin ákveður árgjald hverju sinni.
4. Klúbburinn stendur fyrir skipulögðum æfingum af einhverju tagi.
5. Klúbburinn stendur fyrir almenningshlaupi fyrsta fimmtudag í maí. Stjórn klúbbsins er heimilt að færa þessa dagsetningu til um allt að 14 daga þegar sérstaklega stendur á.
6. Klúbburinn skipuleggur þátttöku í ASCA keppnum ár hvert í samræmi við áhuga félagsmanna.
7. Klúbburinn býður félagsmönnum í Reykjavíkurmaraþonið ár hvert, bjóði sjóðsstaðan upp á það. Félagar hlaupa í nafni Icelandair.
8. Starfsári klúbbsins lýkur með lokahófi sem haldið er í október eða nóvember ár hvert. Lokahófið er jafnframt aðalfundur klúbbsins.
9. Tilgangur félagsins, markmið og lög þess skulu borin upp á aðalfundi félagsins til samþykktar, með eða án breytinga.
Lög og markmið Icelandair Athletics Club
Tilgangur
Tilgangur klúbbsins er að vera vettvangur fyrir þá félaga í STAFF sem hafa ánægju af allri hreyfingu til heilsubótar.
Markmið
Markmið klúbbsins er að veita félagsmönnum sínum fjölbreytt tækifæri og félagsskap til að stunda hreyfingu.
Lög félagsins
1. Klúbburinn heitir Icelandair Athletics Club, starfar undir merkjum STAFF og er opinn öllum félagsmönnum STAFF.
2. Aðalfundur kýs stjórn klúbbsins til eins árs í senn. Í stjórn sitja fjórir félagsmenn. Stjórnin skiptir með sér verkum og skipar formann.
3. Félagsmenn greiða árgjald til að standa undir rekstrarkostnaði klúbbsins. Stjórnin ákveður árgjald hverju sinni.
4. Klúbburinn stendur fyrir skipulögðum æfingum af einhverju tagi.
5. Klúbburinn stendur fyrir almenningshlaupi fyrsta fimmtudag í maí. Stjórn klúbbsins er heimilt að færa þessa dagsetningu til um allt að 14 daga þegar sérstaklega stendur á.
6. Klúbburinn skipuleggur þátttöku í ASCA keppnum ár hvert í samræmi við áhuga félagsmanna.
7. Klúbburinn býður félagsmönnum í Reykjavíkurmaraþonið ár hvert, bjóði sjóðsstaðan upp á það. Félagar hlaupa í nafni Icelandair.
8. Starfsári klúbbsins lýkur með lokahófi sem haldið er í október eða nóvember ár hvert. Lokahófið er jafnframt aðalfundur klúbbsins.
9. Tilgangur félagsins, markmið og lög þess skulu borin upp á aðalfundi félagsins til samþykktar, með eða án breytinga.
miðvikudagur, desember 06, 2006
Skýrsla stjórnar Icelandair Athletics Club starfsárið 2005-2006
Inngangur
Síðasta starfsár Skokkklúbbsins var viðburðaríkt að mörgu leiti og ætla ég að nefna nokkuð af því sem hæst bar. Á síðasta aðalfundi var kosin ný stjórn eins og vera ber og skiptin hún með sér verkum:
Dagur - Formaður - halda utan um starfsemina, samskipti við þjálfara, boða til stjórnarfunda, umsjón og þrif keppnisbúninga (mikilvægt)
Mímir - Ritari - samskipti við félagsmenn (m.a. útgáfa fréttabréfs eftir þörfum)
Ívar - Gjaldkeri - passa budduna
Guðni - Meðstjórnandi - framkvæmdastjóri Flugleiða hlaupsins
Ívar S. Kristinsson hætti fljótlega stöfum hjá Icelandair og hélt því Jón Mímir áfram því göfuga starfi að halda utanum budduna, Guðni tók við ritarastarfinu. Skráðir félagsmenn eru nú um 60.
Helstu viðburðir
Úrtökumót fyrir ASCA
Sjö félagsmenn mættu í úrtökumót fyrir ASCA sem haldið var þann 2. febrúar.
Þetta er í níunda sinn sem þessi háttur er hafður á til að velja í lið. Hlaupið tókst afar vel þrátt fyrir mikið vatnsveður og talsvert myrkur. Hlaupnir voru 1,5km hringir í Öskjuhlíðinni, karlar 5 hringi (7,5km) og konur 3 hringi (4,5km). Allir þátttakendur voru valdir til þátttöku í ASCA þetta árið.
ASCA - Víðavangshlaup 2006 í London
Víðavangshlaup ASCA fór fram í boði British Airways í útjaðri London laugardaginn 11. mars. Brautin var fjölbreytt, bæði hlaupið á grasi og stígum ásamt því sem nokkrar hæðir urðu á vegi hlaupara. Hitinn var í kringum 5 gráður og hálfskýjað. Í kvennaflokki voru hlaupnir 4,8 km. og 9,6 km. í karlaflokki. Sex lið mættu til leiks í kvennaflokki og varð sveit Icelandair í þriðja sæti, hársbreidd á eftir BA og SAS. Karlaliðið gerði betur en áður og náði 5. sætinu af 7. Næst er röðin komin að okkur, og mun Skokkklúbburinn taka að sér að halda hlaupið 2007.
Icelandair hlaupið
Hlaupið tókst mjög vel í alla staði þó að rignt hafi í fyrsta skipti í 12 ára sögu hlaupsins. Alls luku 328 hlauparar keppni. Stjórnin vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn fyrir framlag sitt til að gera þetta hlaup eitt af þeim fjölmennustu og bestu hlaupum sumarsins.
Fyrstur í mark, annað árið í röð, var Kári Steinn Karlsson á nýju brautarmeti 21:46. Fyrst kvenna var fyrrverandi félagsmaður í Skokkklúbbnum Gerður Rún Guðlaugsdóttir á 28:27.
Daginn eftir Icelandair hlaupið var hlaupið “The Day After Run” þar sem nokkrir af þeim sem störfuðu við hlaupið daginn áður fóru sömu leið og í aðalhlaupinu. Þetta er siður sem nú hefur verið í mörg ár.
Þjálfari og æfingar
Stefán Már Ágústsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson voru með í undirbúningi fyrir ASCA. Eftir ASCA var þátttaka á æfingum það lítil að ákveðið var að hætta skipulögðum æfingum. Verður það eitt af verkum nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um fyrirkomulag og framhald þeirra.
Fréttabréf
Útgáfa fréttabréfsins hefur verið stopul seinni hluta starfsársins, en það hefur verið gefið út þegar þurfa þykir. Á síðasta starfsári komu út 5 fréttabréf.
Gallar
Á síðasta starfsári var keyptur merktur hlaupafatnaður á félagsmenn. Fyrir valinu varð fatnaður af tegundinni Sugoi og var honum vel tekið.
Spjallvefur
Opnaður var spjallvefur á http://fiskokk.blogspot.com/ til upplýsingamiðlunar og samskipta kringum æfingar.
Frjálsíþróttamót fyrirtækja og stofnana
Þann 1. apríl var haldið ÍR frjálsíþróttamót í Laugardalshöllinni fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Skokkklúbburinn var ekki meðal þátttakenda en vert er að skoða þetta á nýju ári enda er skipuleggjendur ráð fyrir að framhald verði á.
Þátttaka í hlaupum
Þátttaka félagsmanna í hlaupum á sl. starfsári var ágæt. Meðal annars frábær þátttaka var í þrítugasta Gamlárshlaup ÍR en þar voru m.a. 8 félagsmenn.
Powerade Vetrarhlaup
Í heildarstigakeppni vetrarins urðu Huld í 3. sæti og Anna Dís í 18. sæti. Í aldursflokkakeppninni urðu Huld í 1. sæti með 60 stig (fullt hús), Guðni er í 4. sæti, Anna Dís í 8. sæti, Sveinbjörn í 12. sæti og Anna María í 12. sæti með 8 stig.
Öldungameistaramót innanhúss
Þrír Öldungameistaratitlar skiluðu sér í hús.
Sveinbjörn Egilsson varð fyrstur í 400m, 50-55 ára á 61,58.
Huld Konráðsdóttir varð fyrst í 3000m, 40-45 ára á 11:43,83
Dagur Egonsson varð fyrstur í 3000m, 40-45 ára á 10:36,04
Önnur úrslit félagsmanna voru sem hér segir:
Dagur Egonsson varð 2. í 800m, 40-45 ára á 2:24,69
Sveinbjörn Egilsson varð 3. í 800m, 50-55 ára á 2:49,72
Guðni Ingólfsson varð 4. í 3000m, 35-39 ára á 11:31,28
Öldungameistaramót utanhúss
Í flokki 40-49 ára sigraði Dagur Egonsson á 40:15 og Sveinbjörn Egilsson í flokki 50-59 ára á 48:22.
Hamborgarmaraþon
Huld Konráðsdóttir bætti sig í heilu maraþoni í Hamborg er hún hljóp á 3:13:14. Aðeins 4 félagsmenn hlaupið maraþon hraðar og þar af aðeins einn á þessari öld.
Two oceans Marathon
Bryndís Magnúsdóttir hljóp hálfamaraþon í Suður Afríku.
Running Times
Síðastliðinn vetur kom á eina hádegisæfinguna Candace Karu sem er einn af ritstjórum Running Times, en Running Times er eitt útbreiddasta hlaupatímarit í veröldinni. Fór vel á með okkur (Guðni, Sveinbjörn, Dagur) og tókum við hana með okkur Hofsvallagötuhringinn og skiluðum henni inná hótel í miðbænum. Eigum við heimboð hjá henni í Main í Bandaríkjunum.
Reykjavíkurmaraþon
Skokkklúbburinn átti frumkvæði að því að Icelandair hét á starfsmenn að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. 89 hlupu, 1.043 km og söfnuðust 3.129.000,- til Vildarbarna.
Boot Camp
Í haust var boðið uppá sex Boot Camp æfingar frá aðalskrifstofu þátttakendum að kostnaðarlausu og mæltist það vel fyrir þótt þátttakan hafi verið léleg á síðustu tveimur æfingunum. Flest mættu 25.
Síðasta starfsár Skokkklúbbsins var viðburðaríkt að mörgu leiti og ætla ég að nefna nokkuð af því sem hæst bar. Á síðasta aðalfundi var kosin ný stjórn eins og vera ber og skiptin hún með sér verkum:
Dagur - Formaður - halda utan um starfsemina, samskipti við þjálfara, boða til stjórnarfunda, umsjón og þrif keppnisbúninga (mikilvægt)
Mímir - Ritari - samskipti við félagsmenn (m.a. útgáfa fréttabréfs eftir þörfum)
Ívar - Gjaldkeri - passa budduna
Guðni - Meðstjórnandi - framkvæmdastjóri Flugleiða hlaupsins
Ívar S. Kristinsson hætti fljótlega stöfum hjá Icelandair og hélt því Jón Mímir áfram því göfuga starfi að halda utanum budduna, Guðni tók við ritarastarfinu. Skráðir félagsmenn eru nú um 60.
Helstu viðburðir
Úrtökumót fyrir ASCA
Sjö félagsmenn mættu í úrtökumót fyrir ASCA sem haldið var þann 2. febrúar.
Þetta er í níunda sinn sem þessi háttur er hafður á til að velja í lið. Hlaupið tókst afar vel þrátt fyrir mikið vatnsveður og talsvert myrkur. Hlaupnir voru 1,5km hringir í Öskjuhlíðinni, karlar 5 hringi (7,5km) og konur 3 hringi (4,5km). Allir þátttakendur voru valdir til þátttöku í ASCA þetta árið.
ASCA - Víðavangshlaup 2006 í London
Víðavangshlaup ASCA fór fram í boði British Airways í útjaðri London laugardaginn 11. mars. Brautin var fjölbreytt, bæði hlaupið á grasi og stígum ásamt því sem nokkrar hæðir urðu á vegi hlaupara. Hitinn var í kringum 5 gráður og hálfskýjað. Í kvennaflokki voru hlaupnir 4,8 km. og 9,6 km. í karlaflokki. Sex lið mættu til leiks í kvennaflokki og varð sveit Icelandair í þriðja sæti, hársbreidd á eftir BA og SAS. Karlaliðið gerði betur en áður og náði 5. sætinu af 7. Næst er röðin komin að okkur, og mun Skokkklúbburinn taka að sér að halda hlaupið 2007.
Icelandair hlaupið
Hlaupið tókst mjög vel í alla staði þó að rignt hafi í fyrsta skipti í 12 ára sögu hlaupsins. Alls luku 328 hlauparar keppni. Stjórnin vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn fyrir framlag sitt til að gera þetta hlaup eitt af þeim fjölmennustu og bestu hlaupum sumarsins.
Fyrstur í mark, annað árið í röð, var Kári Steinn Karlsson á nýju brautarmeti 21:46. Fyrst kvenna var fyrrverandi félagsmaður í Skokkklúbbnum Gerður Rún Guðlaugsdóttir á 28:27.
Daginn eftir Icelandair hlaupið var hlaupið “The Day After Run” þar sem nokkrir af þeim sem störfuðu við hlaupið daginn áður fóru sömu leið og í aðalhlaupinu. Þetta er siður sem nú hefur verið í mörg ár.
Þjálfari og æfingar
Stefán Már Ágústsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson voru með í undirbúningi fyrir ASCA. Eftir ASCA var þátttaka á æfingum það lítil að ákveðið var að hætta skipulögðum æfingum. Verður það eitt af verkum nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um fyrirkomulag og framhald þeirra.
Fréttabréf
Útgáfa fréttabréfsins hefur verið stopul seinni hluta starfsársins, en það hefur verið gefið út þegar þurfa þykir. Á síðasta starfsári komu út 5 fréttabréf.
Gallar
Á síðasta starfsári var keyptur merktur hlaupafatnaður á félagsmenn. Fyrir valinu varð fatnaður af tegundinni Sugoi og var honum vel tekið.
Spjallvefur
Opnaður var spjallvefur á http://fiskokk.blogspot.com/ til upplýsingamiðlunar og samskipta kringum æfingar.
Frjálsíþróttamót fyrirtækja og stofnana
Þann 1. apríl var haldið ÍR frjálsíþróttamót í Laugardalshöllinni fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Skokkklúbburinn var ekki meðal þátttakenda en vert er að skoða þetta á nýju ári enda er skipuleggjendur ráð fyrir að framhald verði á.
Þátttaka í hlaupum
Þátttaka félagsmanna í hlaupum á sl. starfsári var ágæt. Meðal annars frábær þátttaka var í þrítugasta Gamlárshlaup ÍR en þar voru m.a. 8 félagsmenn.
Powerade Vetrarhlaup
Í heildarstigakeppni vetrarins urðu Huld í 3. sæti og Anna Dís í 18. sæti. Í aldursflokkakeppninni urðu Huld í 1. sæti með 60 stig (fullt hús), Guðni er í 4. sæti, Anna Dís í 8. sæti, Sveinbjörn í 12. sæti og Anna María í 12. sæti með 8 stig.
Öldungameistaramót innanhúss
Þrír Öldungameistaratitlar skiluðu sér í hús.
Sveinbjörn Egilsson varð fyrstur í 400m, 50-55 ára á 61,58.
Huld Konráðsdóttir varð fyrst í 3000m, 40-45 ára á 11:43,83
Dagur Egonsson varð fyrstur í 3000m, 40-45 ára á 10:36,04
Önnur úrslit félagsmanna voru sem hér segir:
Dagur Egonsson varð 2. í 800m, 40-45 ára á 2:24,69
Sveinbjörn Egilsson varð 3. í 800m, 50-55 ára á 2:49,72
Guðni Ingólfsson varð 4. í 3000m, 35-39 ára á 11:31,28
Öldungameistaramót utanhúss
Í flokki 40-49 ára sigraði Dagur Egonsson á 40:15 og Sveinbjörn Egilsson í flokki 50-59 ára á 48:22.
Hamborgarmaraþon
Huld Konráðsdóttir bætti sig í heilu maraþoni í Hamborg er hún hljóp á 3:13:14. Aðeins 4 félagsmenn hlaupið maraþon hraðar og þar af aðeins einn á þessari öld.
Two oceans Marathon
Bryndís Magnúsdóttir hljóp hálfamaraþon í Suður Afríku.
Running Times
Síðastliðinn vetur kom á eina hádegisæfinguna Candace Karu sem er einn af ritstjórum Running Times, en Running Times er eitt útbreiddasta hlaupatímarit í veröldinni. Fór vel á með okkur (Guðni, Sveinbjörn, Dagur) og tókum við hana með okkur Hofsvallagötuhringinn og skiluðum henni inná hótel í miðbænum. Eigum við heimboð hjá henni í Main í Bandaríkjunum.
Reykjavíkurmaraþon
Skokkklúbburinn átti frumkvæði að því að Icelandair hét á starfsmenn að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. 89 hlupu, 1.043 km og söfnuðust 3.129.000,- til Vildarbarna.
Boot Camp
Í haust var boðið uppá sex Boot Camp æfingar frá aðalskrifstofu þátttakendum að kostnaðarlausu og mæltist það vel fyrir þótt þátttakan hafi verið léleg á síðustu tveimur æfingunum. Flest mættu 25.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)