Ég er of seinn með æfingu þessarar viku (man yfirleitt ekki eftir þessu fyrr en á fimmtudagsmorgnum sem er þá eftir hádegi á fimmtudögum að íslenskum tíma). Þið tókuð samt æfinguna frá í síðustu viku í fyrradag þannig að þá er ágætt að taka þessa á morgun eða í byrjun næstu viku.
10 mín upphitun upp á Klambratún (Miklatún)
Æfing 3-5x(sprettur 1, sprettur 2) með 1/2-3 mín á milli. Sem sé hlaupa 3-5 sett af 2 tegundum af sprettum, hvíla 1 mín eftir sprett 1 og 2-3 mín eftir sprett 2.
Sprettur 1:
Byrjað á SV horni túnins og hlaupið til V niður meðfram Miklubrautinni og svo beygt til hægri (til N) við Rauðarárstíg (að ég held, aldrei búið í RVK) og hlaupið niður á NA horn túnsins.
Sprettur 2:
Byrjað á NA horni túnsins og hlaupið eftir stígnum upp á SV horn túnsins (horn í horn)
10 mín niðurskokk niður á Hótel Loftleiði
Gangi ykkur vel
Bjössi
2 ummæli:
Eitthvað er sveitamaðurinn að ruglast á áttum. Til að þessi æfing gangi þarf að breyta SV í SA og þ.a.l. NA í NV. Byrja á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar (SA) og enda á horni Rauðarárstígs og FLókagötu (NV).
Kv.
Guðni
Þetta var hlaupið *3 á miðvikudaginn var af Degi, Sigrúnu og Guðna. Flott æfing.
Skrifa ummæli