Ný stjórn IAC kom saman á fyrsta stjórnarfundi starfsársins og fór yfir starfið framundan.
Á döfinni á næsta starfsári er m.a.:
Síðasta æfing fyrir jól þann 20. des. Endað í heitum potti á HLL. Allir hvattir til að mæta enda svífur léttur andi yfir vötnum á þessari æfingu. Nánar auglýst síðar.
Jan./feb. 2008- úrtökumót fyrir ASCA keppnina. Alitalia á að halda næstu keppni í Róm og stjórn er ekki kunnugt um annað en að svo verði.
Mars 2008- ASCA keppni flugfélaga í Evrópu.
Maí 2008-Icelandair hlaupið. 7 km hlaup í kringum flugvöllinn. Allir félagsmenn hvattir til að hjálpa til við hlaupið.
Ágúst 2008- Reykjavíkurmaraþon. 2 síðustu starfsár hefur verið hlaupið til styrktar Vildarbörnum. Góður hvati fyrir alla til að taka þátt og leggja sitt af mörkum.
1 ummæli:
Skrifa ummæli