mánudagur, desember 10, 2007

Hádegisæfing - 10.desember.

Mættir á æfingu dagsins (Dagsins): Mímir, Fjölnir, Hjörvar (special appearance), Dagur og Sigrún.
Hjörvar fékk það verkefni að hlaupa út á dælustöð frá HLL og tilbaka, óskaddaður. Mímir fór "reverse" hring frá HLL og skar leiðina með Suðurgötunni og tók ströndina heim á HLL. Kennarasleikjurnar Sigrún og Fjölnir fóru með sínum yfirboðara sama hring og Mímir, nema skáru sína leið með Hofsvallagötunni og strandlengjuna tilbaka til HLL. Sáum Mími í smækkaðri mynd (v/fjarlægðar) hluta leiðarinnar en allar áætlanir um að hlaupa hann uppi brugðust, enda hvasst nokkuð og snævi lögð braut, sem gerði allan framúrakstur nokkuð óhentugan. Var það mál manna að ef menn ætla sér í ASCA-liðið í mars, dugir ekki að lifa á fornri frægð heldur verða verkin að tala. Það er því ljóst að ef Cargo-menn ætla sér í liðið verða þeir að sýna betra mætingarhlutfall og ekki sniðganga "erfiðu" dagana.

Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég tek þetta til mín og lofa betri mætingu á næstu vikum ;o) Ánægður með að sjá að Hjörvar er að komast á fullt.