miðvikudagur, janúar 30, 2008

3 brýr og undirgöng

Hádegi 30 jan 08.
Mættir Bryndís, Guðni, Hössi, Ingunn og Jói. Undirritaður hafði fengið þá upphefð að vera beðinn að stjórna æfingunni í fjarveru Dags. Hin þrjú fræknu tóku æfingu sem ég taldi mig eiga höfundarrétt á og heitir 3 brýr og undirgöng. Brýrnar eru yfir Kringlumýrarbraut (fyrir í Fossvog), yfir Miklubraut (hjá Kringlu) og yfir Kringlumýrarbraut (hjá Klúbbnum). Undirgöngin hjá Hlíðarenda. Samtals 9,5k í flott veðri.

Guðni

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta var rosalega fínt hlaup fyrir brettadýr eins og mig sem sjaldan kemur út undir bert loft, og ekki verra að vera í félagsskap svona huggulegra ungra manna! Takk fyrir mig! Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Ég og Fjölnir fórum eftir vinnu. Fórum í að átt að Fossvogsdalnum á jöfnum hraða, total 6 km.
Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Ég merki þá við ykkur Fjölni.