Bjartur og fallegur dagur til æfinga og mættir voru: Sveinbjörn (var á séræfingu), Ingunn (Öskjuhlíðin) Dagur, Bryndís og Sigrún.
Tókum Suðurgötuhringinn rangsælis frá HLL á þægilegu "recovery" tempói, enda einn meðlimur klúbbsins orðinn langt leiddur af keppnisstreitu Powerade hlaupaseríunnar en hyggst þó standa við gefin loforð um að ljúka við 6 hlaup. Gaman væri ef fleiri meðlimir sýndu verkefninu sömu húsbóndahollustu.
Fín æfing í kuldanum, alls um 7,5 km.
Sigrún :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli