Mættir: Guðni, Jens, Sigurgeir og Stefán þjálfari.
Byrjuðum á þægilegri upphitum þar sem hlaupið var að göngubrúnni yfir Kringlumýrabrautina. Þaðan var haldið að Nauthólsvík þar sem tóku við 10 x 250 m sprettir á ströndinni. Í niðurskokkinu var tekin hringur í kirkjugarðinum og svo tilbaka að HLL. Æfingin endaði í 10 km.
Fyrir áhugasama þá var veðrið eftirfarandi á æfingunni: -9 gráður og 7 m/s. Mesti 10 mín vindur var 10 m/s og mesta hviða fór í 17 m/s. Vindkæling í -9 gráðum og 7 m/s er ca -24 gráður!
Sigurgeir
4 ummæli:
Vissulega var veðrið ekki upp á það besta eins og fram kemur hjá Sigurgeir.
Þegar upp var staðið var þetta samt frábær æfing.
Þakka Stefáni þjálfara og hlaupafélögum fyrir félagsskapinn. Það var ótrúlega gott að koma inn í ylinn eftir að hafa tekið vel á því í kuldanum.
Kveðja, Jens
Hvaðan koma þessar veðurupplýsingar?
Þær koma frá Veðurstofu Íslands ;o)
Kv. Sigurgeir
lesa allt bloggid, nokkud gott
Skrifa ummæli